English
Forsíða  Dagvara  Áfengi  Tóbak  Vörulisti  Tenglar  Um RJC 
:: Eldri Fréttir
Sláðu inn leitarorð
:: Cono Sur vínin frá Chile
1. nóvember 2013
Cono Sur vínin frá Chile


Cono Sur er með framsæknustu framleiðendum Chile. Fyrirtækið sem var stofnað árið 1993 hefur haft forystu um margs kyns tækninýjungar , áherslu á umhverfismál og kolefnisjöfnun og í þróun nýrra framleiðslusvæða.  Þeir leggja mikla áherslu á að vínframleiðslan sé í algerri sátt við náttúruna enda eru Cono Sur vínin afar vel gerð.

Hér á Íslandi fást nokkrar tegundir af Cono Sur og hér ætlum við að fjalla um hjólalínuna svokallaði sem er auðþekkt á hjólin á flösku miðanum.  Starfsmenn Cono sur nota eingöngu hjól sem ferðamáta innan vínekranna með kolefnisjöfnun í huga. En hugum að vínunum:

Cono sur Chardonnay er frábært hvítvín sem flestum ætti að líka við. Ungt, óeikað og ferskt með angan af suðrænum ávöxtum í nefi, lime, sætur greipávöxtur og ferskjur. Ávaxtamikið og tært í munni, þægileg sýra, svolítið míneralískt. Kostar kr. 1.850

Cono Sur Cabernet Sauvignon hefur fengið afar flotta dóma og hér má t.d, lesa nýjustu dóma Steingríms: http://www.vinotek.is/2013/03/21/cono-sur-cabernet-sauvignon/ Kostar kr. 1.850

Cono Sur Gewurztraminer er flott vín fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir. Hé má lesa frábæra dóma Steingríms um þetta vín: http://www.vinotek.is/2013/01/28/cono-sur-gewurztraminer-201-2/ Kostar kr. 1.895

Cono Sur Pinot Noir er vel gert og flottur kostur fyrir þá sem elska pinot noir en eiga ekki alltof mikið af peningum .. http://www.vinotek.is/2013/02/18/cono-sur-pinot-noir-2011/ Kostar kr. 1.899

Nýlega byrjuðu ný vín í reserva línuna frá Cono Sur í Vínbúðum og þau eru alsendis frábær. Meira um þau síðar ...

 

 Til baka

Rolf Johansen & Company - Skútuvogur 10a - 104 Reykjavík - Sími: 595 6700 - Fax: 595 6750 - Netfang: rjc@rjc.is
OZON-Vefumsjónarkerfið