English
Forsíða  Dagvara  Áfengi  Tóbak  Vörulisti  Tenglar  Um RJC 
:: Eldri Fréttir
Sláðu inn leitarorð
:: Ítölsku Cecchi vínin frá Toscana
29. október 2013
Ítölsku Cecchi vínin frá Toscana


Nýlega byrjuðu í Ríkinu vín frá hinum þekkta vínframleiðanda Cecchi og var nú aldeilis kominn tími til að þau rötuðu á fjörur Íslendinga. Þetta eru Toscana vín eins og þau gerast best og kannski það skemmtilegasta við þau eru verðin en þarna fara aldeilis saman lágt verð og gæði.  

Cecchi er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og hefur verið við lýði sína 1893. Cecchi fjölskyldan er afar samhent um að búa eingöngu til gæðavín í nánu samhengi við umhverfið og hefur skíra framtíðarsýn. Cecchi Chianti er gert  úr Sangiovese (90%) Canaiolo and Colorino (10%) og er ódýrasta vínið frá þeim. Kr. 1.999. flott chianti vín á innan við 2000 kr. Cecchi Chianti Classico er lang ódýrasta vín sinnat egundar í Ríkinu og kostar ekki nema kr. 2.499 meðan flest önnur chianti classico vín kosta milli 3000 – 4000 kr. Þetta er sérdeilis frábært vín og hlítur að teljast afar góð kaup. Cecchi La Mora kemur frá Maremma og er eins og hin að uppstöðu sangiovese vín ( 90% sangiovese þrúga ) Vínið kostar kr. 2.350 og þarna er kominn hörku bolti.Til baka

Rolf Johansen & Company - Skútuvogur 10a - 104 Reykjavík - Sími: 595 6700 - Fax: 595 6750 - Netfang: rjc@rjc.is
OZON-Vefumsjónarkerfið